03.01.2025
Mánudaginn 6. janúar geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir vorönn 2025, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 6.-10. janúar.
03.01.2025
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt 35 í Mosfellsbæ.
20.12.2024
Skrifstofa skólans er lokuð yfir jól og áramót. Við opnum aftur föstudaginn 3. janúar 2025 kl. 10.
17.12.2024
Nemendur sem mega velja norsku eða sænsku í staðinn fyrir dönsku og ætla að gera það á vorönn 2025 eiga að skrá sig á heimasíðu MH sem fyrst.
16.12.2024
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
27.11.2024
Í dag stóðu nemendur fyrir framboðsfundi með frambjóðendum til alþingis. Fulltrúar átta flokka sendu fulltrúa sinn á fundinn og voru umræður upplýsandi og málefnalegar.
18.11.2024
Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.
15.11.2024
Þriðjudaginn 19. nóvember er endurskiladagur þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara og miðvikudaginn 20. nóvember er úrvinnsludagur og fellur öll kennsla niður þann dag.
01.11.2024
Innritun vegna náms á vorönn 2025 stendur yfir 1. nóvember - 2. desember. Sótt er um í gegnum innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
11.10.2024
Alþjóðlegur dagur ofbeldisleysis er haldinn árlega 2. október og er tileinkaður friði og átakalausri samvinnu á heimsvísu. Þessi dagur var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum árið 2007 til að heiðra minningu Mahatma Gandhi, sem fæddist þennan dag árið 1869.