01.03.2022
Fimmtudaginn 24. febrúar var starfsfólki FMOS boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Um var að ræða tveggja tíma upprifjunarnámskeið en það voru hjúkrunarfræðingar frá fyrirtækinu Heilsuvernd sem mættu og sáu um fræðsluna og verklegar æfingar.
28.02.2022
Föstudaginn 4. mars stendur nemendafélag FMOS fyrir LAN-i. Miðasalan hefst mánudaginn 28. febrúar fyrir framan matsalinn og kostar 2.500 kr. á mann. Allir að skrá sig!
25.02.2022
Ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum verður haldin í FMOS í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022. Með því að smella á þessa frétt má finna dagskrá ráðstefnunnar ásamt hlekkjum á fyrirlestra og málstofur.
25.02.2022
Í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022, hefur öllum takmörkunum vegna Covid-19 verið aflétt í samfélaginu. Smelltu á fréttina fyrir nánari upplýsingar.
22.02.2022
Baktal verður umfjöllunarefnið í sálfræðispjallinu á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Sjáumst í Borg í tungumálaklasanum á 2. hæð kl. 10:30 (verkefnatími). Allir nemendur velkomnir!
21.02.2022
Það er mjög slæm veðurspá á morgun, þriðjudaginn 22. febrúar, og skólinn verður lokaður fyrir hádegi. Við gerum ráð fyrir að byrja að kenna kl. 12:45.
Við munum samt fylgjast með veðurspám og og ef það lítur út fyrir verra veður en spáð er núna seinni partinn á morgun munum við vera í sambandi við ykkur.
21.02.2022
Fyrirhuguð ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum hefur verið í undirbúningi í FMOS undanfarnar vikur. Fjórir kennarar skólans þau Björk Ingadóttir, Tinna Sigurjónsdóttir, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir og Valgarð Már Jakobsson hafa staðið í ströngu við skipulagið og nú þegar hafa hátt í 150 manns skráð þátttöku úr 20 framhaldsskólum svo það er greinilegt að mikill áhugi á ráðstefnunni.
16.02.2022
Stafræni Háskóladagurinn verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.
14.02.2022
Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun á höfuborgarsvæðinu frá kl. 15 í dag. Vegna þessa fellum við niður staðkennslu í síðustu tveimur tímunum í dag, kl. 13:45-15:35 svo allir nái að komast heim.
11.02.2022
Sálfræðingur skólans (Júlíana) og námsráðgjafi (Svanhildur) halda vikulega svokallað ,,Sálfræðispjall“ í verkefnatímum á föstudögum í stofunni Borg. Sálfræðispjallið er opið öllum áhugasömum nemendum skólans og fjallað er um mismunandi sálfræðitengd málefni hverju sinni. Allir nemendur eru velkomnir, hvort sem þeir vilja koma og taka þátt í spjallinu eða bara fylgjast með umræðunum.