26.10.2022
Innritun vegna náms á vorönn 2023 stendur yfir 1.-30. nóvember. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar.
22.10.2022
Er þetta orðin ímyndun hjá mér eða er alltaf svona gott veður á föstudögum? Vá, hvað það er fallegt veður fyrir utan gluggann minn. Ég verð að drífa pistilinn af til að komast út og í vetrarfrí.
17.10.2022
Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir vorönn 2023 er þriðjudagurinn 18. október. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2023 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 11.-18. október. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist á næstu önn.
14.10.2022
Bleikur föstudagur og stefnir vonandi í bleikt og fallegt sólarlag á þessum yndislega degi. Þvílík vika!
14.10.2022
KLAPP er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og er á næstu vikum að taka við af strætó appinu.
10.10.2022
Föstudagur, frábært veður og engir tímar. Vonandi nutu nemendur veðurblíðunnar í dag á meðan kennarar unnu í námsmati.
07.10.2022
FMOS og Félagsmiðstöðin Ból í samvinnu við ÍSÍ #beactive bjóða foreldrum og öllum sem vilja á fyrirlestur með Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda Betri svefns, þriðjudaginn 11. október kl. 19:30 í FMOS.
03.10.2022
Valtímabilið hefst með valtorgi kl. 10:30 (verkefnatími) í matsalnum þriðjudaginn 11. október. Á valtorgi kynna kennararnir áfangana sína og hægt er að spyrja nánar út í þá.