Fundargerðir skólanefndar 2018-2019

Nýjustu fundargerðir skólaársins eru efstar á síðunni en þær elstu neðstar.

Dags: 24.09.2018

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Hreiðar Örn Zoega, Mikael Rafn Línberg Steingrímsson, Sigríður Johnsen, Svanhildur Svavarsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns
  2. Innritun á haustönn
  3. Nýir starfsmenn
  4. Fjármál
  5. Önnur mál

1. Kosning formanns

Hreiðar gefur kost á sér áfram sem formaður, engin mótframboð komu fram. Hreiðar kosinn formaður skólanefndar.

 

2. Innritun á haustönn

Guðbjörg fer yfir helstu tölur varðandi innritun á haustönn; 59 nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla en nýir nemendur samtals 137. Hafsteinn spyr um samstarf við grunnskólana í bænum og hvort FMOS sé að bjóða grunnskólanemum að sækja áfanga í skólanum. Hafsteinn leggur til að Hreiðar hafi samband við formann fræðslunefndar og komi á samtali á milli FMOS og grunnskólanna.

 

3. Nýir starfsmenn

Guðbjörg kynnir nýja starfsmenn sem koma inn á haustönn:

Rakel Logadóttir leysir Höllu íþróttakennara af í ársleyfi

Hrafnhildur Þórhallsdóttir – enska

Loftur Guðmundsson – stærðfræði

Jónas Örn Helgason – afleysing í stærðfræði

Júlíanna Garðarsdóttir sálfræðingur

 

4. Fjármál

Í vor fékk skólinn viðbótarframlag vegna nemenda með slakan udnirbúning úr grunnskóla og peningarnir fóru í að útbúa sérúrræði fyrir þennan hóp, framhaldsskólabrú. 16 nemendur eru á framhaldsskólabrú á haustönninni. Guðbjörg nefnir að ekki sé enn komið í ljós hvernig haustönnin mun koma út peningalega séð en það lítur allt vel út. Í fjárlögum fyrir 2019 er smávegis hækkun á framlagi.

 

5. Önnur mál

a) Það verður gerð ytri úttekt á skólanum á næstu önn. Í framhaldinu er spurt um innra mat og lauslega farið yfir það.

b) Guðbjörg sýnir nýtt skipurit sem er komið á vefinn.

c) Spurt um fjölda útskriftarnema að hausti og vori – fjöldinn hefur verið svipaður á hverri önn undanfarið.

d) Rætt um mötuneytið og jákvæðar breytingar sem hafa orðið á því.

e) Sameiginlegt nýnemaball var haldið með Borgarholtsskóla, Borgarnesi og Tækniskólanum og gekk það mjög vel. Færri komust að en vildu.

f) Spurt um skólabrag. Starfsfólk og nemendur ánægðir með andann í skólanum.

g) Spurt um kostnaðaráætlun framhaldsskólabrúar. Dýrt úrræði en viðbótarframlagið nýtist vel.

 

Fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir