Skólarnir sem bjóða upp á nám í hjúkrunarfræði ásamt aðgangsviðmiðum: |
Hverju þarf ég að bæta við mig til að vera vel undirbúin/n? |
Háskóli Íslands
- Stúdentspróf eða sambærilegt próf
- Æskilegt að hafa klárað:
- 3. þreps áfanga í íslensku - 3. þreps áfanga í ensku - 10 ein á 3. þrepi í stærðfræði - 10 ein á 3. þrepi í efnafræði - 3. þreps áfanga í líffræði
|
Ef ég er á félags- og hugvísindabraut eða opinni stúdentsbraut er æskilegt að:
- bæta við mig einum stærðfræðiáfanga á 3. þrepi
- bæta við mig fjórum áföngum í efnafræði
- taka líffræði upp á 3. þrep
Ef ég er á náttúruvísindabraut er æskilegt að:
- taka líffræði upp á 3. þrep
- klára efnafræðina á náttúruvísindabraut (3 áfangar) og bæta við mig einum til viðbótar
|
Háskólinn á Akureyri
- Stúdentspróf eða sambærilegt próf
- Æskilegt að hafa klárað áfanga á:
- 2. þrepi í líffræði - 2. þrepi í efnafræði - 2. þrepi í stærðfræði - 2. þrepi í dönsku (eða öðru Norðurlandamáli)
|
Ef ég er á félags- og hugvísindabraut eða opinni stúdentsbraut er æskilegt að bæta við mig áfanga í:
Ef ég er á náttúruvísindabraut þarf ég ekki að bæta neinu við mig.
|
Síðast breytt: 12. október 2021