Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 18. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru nítján nemendur brautskráðir.

Jólafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með mánudeginum 20. desember. Við opnum aftur mánudaginn 3. janúar 2022 kl. 10. Fyrsti kennsludagur vorannar verður föstudaginn 7. janúar.

Útskriftarhátíð 18. desember

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 19 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemum er heimilt að bjóða gestum og verða allir sem mæta að sýna fram á gilt hraðpróf (ekki eldra en 48 klst. við komu) við innganginn.

Brons á Evrópumeistaramóti í fimleikum

Um síðustu helgi var einn af nemendum okkar hér í FMOS, Eyþór Örn Þorsteinsson, í Portúgal þar sem hann keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í fimleikum. Hann keppti í blönduðum unglingaflokki en hópurinn vann til bronsverðlauna á mótinu. Við óskum Eyþóri og félögum hans í unglingalandsliðum Íslands innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur.