29.02.2024
Föstudaginn 1. mars fellur öll kennsla niður en þá mun starfsfólk framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og nokkurra utan af landi halda sameiginlegan starfsþróunardag. Kennsla verður samkvæmt stundatöflu á mánudaginn.
12.02.2024
Miðvikudaginn 14. febrúar er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
09.02.2024
Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum verður haldinn hátíðlegur um heim allan sunnudaginn 11. febrúar en þar sem við erum ekki í skólanum á sunnudögum þá tókum við forskot á sæluna og héldum upp á daginn í dag, föstudaginn 9. febrúar.
08.02.2024
Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:00-13:30 höldum við Alþjóðadag kvenna og stúlkna í vísindum hátíðlegan.
07.02.2024
Nemendur í spænsku í FMOS unnu til verðlauna á spænskuhátíð sem fór fram síðast liðinn föstudag, 2. febrúar 2024.
05.02.2024
Í síðustu viku fóru tveir kennarar okkar, þau Dóra dönskukennari og Halldór sögukennari, í vettvangsferð til Nuuk á Grænlandi.