Þegar nemandi innritast í FMOS með námsferil úr öðrum framhaldsskóla, sem starfar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla, eru þeir áfangar sem hann hefur lokið með fullnægjandi árangri metnir svo framarlega sem þeir eru skilgreindur hluti af þeirri braut sem hann innritast á. Áfanga, sem kunna að falla utan brautarinnar, má meta sem valgreinar að því marki sem nemur valgreinakvóta viðkomandi brautar.
Tekið er tillit til sérreglna þess skóla sem nemandinn kemur frá í atriðum sem kunna að hafa áhrif á einingastöðu nemandans. Nám úr öðrum skólum er metið með einkunn, þ.e.a.s. einkunn flyst með nemandanum.
Nemandi sem stundar fjarnám og/eða nám í sumarskóla jafnhliða námi í FMOS þarf að velja áfanga í samráði við áfangastjóra skólans áður en hann skráir sig. Einnig ber hann ábyrgð á að fylgja því eftir að þeir áfangar sem hann lýkur þannig verði metnir.
Hafi nemandi stundað nám við skóla sem ekki starfar samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla ber matsnefnd ábyrgð á því að hve miklu leyti námið verður metið inn á nýja námsbraut. Þeir áfangar, sem hann hefur lokið með fullnægjandi árangri, halda gildi sínu svo framarlega sem þeir eru jafngildir skilgreindum áföngum á þeirri braut sem hann innritast á. Áfanga, sem kunna að falla utan brautarinnar, má meta sem valgreinar að því marki sem nemur valgreinakvóta viðkomandi brautar. Til að fá áfangana metna þarf að skila inn áfangalýsingum og staðfestu afriti af námsferli (einkunnablaði) til áfangastjóra sem fyrst. Skrifstofa hans er innst á stjórnendaganginum á 1. hæð. Leiki vafi á hvernig rétt sé að meta nám er rétt að láta nemandann njóta vafans eða vísa honum á að fara í stöðupróf.
Heimilt er að láta þess getið á prófskírteini ef nám er metið úr öðrum skóla.
Síðast breytt: 2. september 2019