Aukin staðkennsla frá og með 1. febrúar

Frá og með mánudeginum 1. febrúar verður staðkennsla í öllum tímum sem eru fyrir hádegi. Fjarkennslan heldur áfram eftir hádegi.

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2021

Búið er að opna fyrir innritun fatlaðra nemenda sem óska eftir skólavist á sérnámsbraut í FMOS haustið 2021. Innritunartímabilið er 1.-28. febrúar n.k. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum vef menntamálastofnunar

Að segja sig úr áfanga

Frestur til að segja sig úr áfanga rennur út fimmtudaginn 28. janúar.n.k.

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2021

Opnað hefur verið fyrir innritun eldri nemenda (fæddir 2004 og fyrr). Umsóknartímabilið er frá 5. apríl til 31. maí. Forinnritun 10. bekkinga (fæddir 2005 eða síðar) er opin og stendur til 13. apríl nk. Innritun á sérnámsbraut er lokið.

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.menntasjodur.is

Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í maí þurfa að skrá sig hjá Ingu Þóru aðstoðarskólameistara í síðasta lagi mánudaginn 18. janúar. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ingathora@fmos.is eða hringja í síma 412-8500.

Úrsögn úr áfanga - vorönn 2021

Töflubreytingum er lokið en frestur til að segja sig úr áfanga er til 28. janúar n.k.

Fundur með nemendum

Við minnum á Teams fundinn í dag, fimmtudaginn 7. janúar kl. 14:00. Fundarboð með hlekk á fundinn var sent nemendum í tölvupósti í gær (miðvikudag). Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára fengu einnig póst. Farið verður yfir skipulag vorannarinnar.

Sænska og norska

Þeir nemendur sem ætla að skrá sig í sænsku eða norsku í MH á vorönn 2021 hafi samband við skrifstofu FMOS sem allra fyrst með því að senda póst á fmos@fmos.is

Töflubreytingar

Búið er að opna fyrir töflubreytingar í Innu hjá þeim nemendum sem hafa greitt skólagjöldin fyrir vorönn 2021. Töflubreytingar verða opnar dagana 5.-10. janúar.