Lýðheilsu- og forvarnarstefna

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi. Í því felst m.a. að efla mannauð með áherslu á lýðheilsu. Áhersla er lögð á að forvarnarstarf sé hluti af daglegu starfi skólans. Skólinn tekur þátt í verkefninu HEILSUEFLANDI FRAMHALDSSKÓLI.

Forvarnarstefna FMOS er:

  • Að nemendur og starfsfólk komi fram við hvert annað af gagnkvæmri virðingu.

  • Að efla sjálfstraust og líkamlega vellíðan nemenda og starfsfólks.

  • Að draga úr þáttum sem hafa neikvæð áhrif á heilsu og velferð.

  • Að sporna gegn einelti af hvaða tagi sem er.


Við ætlum að ná markmiðum okkar með því:

  • hvetja nemendur til að taka virkan þátt í námi og félagslífi

  • upplýsa og fræða nemendur um mikilvægi þess að taka ábyrgð á líkamlegri og andlegri heilsu og aðstoða þá við að finna leiðir

  • að starfsmenn séu meðvitaðir um líðan nemenda og komi til móts við þarfir þeirra

  • auka aðgengi og jöfnuð nemenda að hreyfingu á og fyrir utan skólatíma

  • að skólinn eigi viðbragðsáætlanir tengdar forvörnum, t.d. einelti og ofbeldi/kynferðislegu áreiti, og framfylgi þeim

  • koma í veg fyrir eða seinka neyslu hvers kyns fíkniefna

  • efla uppbyggilegt starf, t.d. íþróttir, listir og félagsstörf

  • fræða starfsfólk um forvarnir og leiðir til að styðja við nemendur

  • hvetja foreldra til að taka virkan þátt í skólagöngu barna sinna

  • auka tengsl skóla við nærsamfélagið, t.d. íþróttafélagið og heilsugæsluna

Nemendur skólans fara allir í áfanga sem kallast Hreyfing og lýðheilsa. Í áfanganum er lögð áhersla á forvarnarfræðslu og nýtingu hennar til að stuðla að heilbrigðum lífsstíl í framtíðinni. Einnig fara nemendur í áfangann Ég, skólinn og samfélagið, þar sem unnið er á ýmsan hátt með forvarnir.

Hvert get ég leitað?

FMOS er Heilsueflandi framhaldsskóli frá og með haustinu 2011.

Hvers konar verkefni er um að ræða?
Verkefnið snýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum sem gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda á hagnýtan hátt skýran ramma utan um þennan almenna málaflokk. Verkefnið hefur verið þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, undir formerkjum HoFF samstarfsins. Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum (HoFF) er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Lýðheilsustöðvar, Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF). Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Eitt viðfangsefni er tekið fyrir á hverju ári. Því eru viðfangsefnin jafn mörg og námsár flestra framhaldsskólanema (en sameina má málaflokka í samræmi við styttri námsbrautir). Nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan

Síðast breytt: 2. febrúar 2021