29.08.2023
Á morgun, miðvikudag, ætlum við að vera með nýnemadag klukkan 9-13 þar sem við ætlum að hrista saman nýnemahópinn og foreldrafund nýnema klukkan 17-18:30 .
29.08.2023
Hægt er að segja sig úr áfanga til og með 6. september, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.
25.08.2023
Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu aðstoðarskólameistara í síðasta lagi miðvikudaginn 30. ágúst.
24.08.2023
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Opnað verður fyrir umsóknir 1. september.
21.08.2023
KLAPP er rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og hefur tekið við af strætó appinu.
10.08.2023
Kynning fyrir nýnema (árg. 2007) verður miðvikudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Kennsla hefst skv. stundatöflu fimmtudaginn 17. ágúst.
09.08.2023
Fimmtudaginn 10. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2023, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 10.-14. ágúst.