18.11.2024
Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.
15.11.2024
Þriðjudaginn 19. nóvember er endurskiladagur þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara og miðvikudaginn 20. nóvember er úrvinnsludagur og fellur öll kennsla niður þann dag.
01.11.2024
Innritun vegna náms á vorönn 2025 stendur yfir 1.-30. nóvember. Sótt er um í gegnum innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
11.10.2024
Alþjóðlegur dagur ofbeldisleysis er haldinn árlega 2. október og er tileinkaður friði og átakalausri samvinnu á heimsvísu. Þessi dagur var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum árið 2007 til að heiðra minningu Mahatma Gandhi, sem fæddist þennan dag árið 1869.
04.10.2024
Kennarar FMOS með kynningu á Menntakviku.
27.09.2024
Valið opnar í Innu mánudaginn 7. október og eiga nemendur sem ætla að vera í skólanum á vorönn að velja sér kjörsviðs- og/eða valáfanga fyrir vorönn 2025.
19.09.2024
"Beactive" íþróttavika Evrópu er haldin vikuna 23.-30. september ár hvert.
06.09.2024
Miðvikudaginn 11. september kl. 17:00 er foreldrum og forráðamönnum yngstu nemenda skólans (fd. 2008 ) boðið á fræðslufund og spjall um skólastarfið, námsfyrirkomulagið og þjónustu skólans.
05.09.2024
Á morgun, föstudaginn 6. september, ætlum við að mæta í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru og sýna samstöðu gegn hnífaburði unglinga.
05.09.2024
Á fundi skólameistara BHS, FÁ, FB, FMOS og TS í gær var tekin ákvörðun um að fresta sameiginlegu nýnemaballi skólanna sem halda átti fimmtudaginn 12. september.