17.01.2025
Innritun fyrir haustönn 2025 er rafræn og fer fram í gegnum vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hlekki og dagsetningar innritunar má finna með því að opna fréttina og lesa áfram.
09.01.2025
Þá er kennsla komin á fullt í FMOS en fyrsti kennsludagur var í gær, miðvikudaginn 8. janúar. Töflubreytingar eru opnar út þessa viku eða til og með 10. janúar. Hægt er að segja sig úr áfanga til 28. janúar en eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.
03.01.2025
Mánudaginn 6. janúar geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir vorönn 2025, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 6.-10. janúar.
03.01.2025
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt 35 í Mosfellsbæ.
20.12.2024
Skrifstofa skólans er lokuð yfir jól og áramót. Við opnum aftur föstudaginn 3. janúar 2025 kl. 10.
17.12.2024
Nemendur sem mega velja norsku eða sænsku í staðinn fyrir dönsku og ætla að gera það á vorönn 2025 eiga að skrá sig á heimasíðu MH sem fyrst.
16.12.2024
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
27.11.2024
Í dag stóðu nemendur fyrir framboðsfundi með frambjóðendum til alþingis. Fulltrúar átta flokka sendu fulltrúa sinn á fundinn og voru umræður upplýsandi og málefnalegar.
18.11.2024
Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.
15.11.2024
Þriðjudaginn 19. nóvember er endurskiladagur þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara og miðvikudaginn 20. nóvember er úrvinnsludagur og fellur öll kennsla niður þann dag.