02.10.2023
Valtímabilið hefst þriðjudaginn 10. október og er opið í viku, til þriðjudagsins 17. október. Valið er rafrænt og fer fram í Innu.
28.09.2023
Í gær, fimmtudaginn 28. september, fengum við frábæran fyrirlestur frá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur um stafrænt ofbeldi.
28.09.2023
Nú er "Beactive" íþróttavika Evrópu í fullum gangi en hún er haldið vikuna 23.-30. september ár hvert. Markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu.
28.09.2023
Stöðupróf í arabísku, filippseysku, finnsku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, tékknesku og víetnömsku verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 20. október kl. 14.00.
26.09.2023
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ tók þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra var flaggað mánudaginn 25. september. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.
25.09.2023
Þriðjudaginn 26. september er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
29.08.2023
Á morgun, miðvikudag, ætlum við að vera með nýnemadag klukkan 9-13 þar sem við ætlum að hrista saman nýnemahópinn og foreldrafund nýnema klukkan 17-18:30 .
29.08.2023
Hægt er að segja sig úr áfanga til og með 6. september, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.
25.08.2023
Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu aðstoðarskólameistara í síðasta lagi miðvikudaginn 30. ágúst.
24.08.2023
Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Opnað verður fyrir umsóknir 1. september.