Hér má finna lista yfir þær brautir sem kenndar eru í FMOS. Nemendur sem eru skráðir á stúdentsbrautir skv. eldra skipulagi geta skipt yfir á brautir sem tóku gildi 1. ágúst 2024 óski þeir eftir því. Á vorönn 2025 er eingöngu innritað á þær brautir sem tóku gildi 1. ágúst síðast liðinn og innritun lokuð fyrir eldri brautirnar. Þetta á við um allar stúdentsbrautir nema Náttúruvísindabraut en nýir nemendur geta innritast á hana fyrir vorönn 2025. Umhverfis- og líffræðibraut tekur við af Náttúruvísindabraut og verður innritun nýrra nemenda í boði fyrir haustönn 2025.
*Er í boði fyrir haustönn 2025 ef næg þátttaka fæst
Síðast breytt: 14. janúar 2025