Fundagerðir skólanefndar 2016-2017

Nýjustu fundagerðir skólaársins eru efstar á síðunni en þær elstu neðstar.
Fundargerð 6. apríl 2017

Dags: 06.04.2017

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson.

 

Dagskrá:

1. Fjármál skólans

2. Önnur mál

 

1. Fjármál skólans

Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála og segir frá fundi sem stjórnendur voru boðaðir á í ráðuneytinu og gerð var krafa um mikla hagræðingu á árinu 2017. Þetta þýðir að rekstur mötuneytisins verður boðinn út, þrif minnkuð, yfirvinna skorin niður og fækkun kennara.

2. Önnur mál

Engin önnur mál

 

Fundi slitið kl. 17.50

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundargerð 30. janúar 2017

Dags: 30.01.2017

Fundarstaður: FMOS


Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson.


Dagskrá:
1. Innritun og nýir starfsmenn
2. Nemendafjöldi á vorönn 2017
3. Fjármál – fjárframlög ársins og staða
4. Önnur mál


1. Innritun og nýir starfsmenn
Á vorönn er einn nýr kennari, Halldór Björgvin Ívarsson sögu og félagsfræðikennari. Einnig var ráðinn nýr stuðningsfulltrúi á sérnámsbraut og heitir hann Björn Finnbogason. Nemendur eru heldur færri á vorönninni en haustönninni en ársnemendafjöldinn hækkar í 300 á þessu ári. Innritun í haust þarf að ganga vel svo þessi tala náist.Talið barst að fyrirhuguðu ungmennahúsi og Guðbjörg upplýsti að Fmos myndi taka þátt í því starfi a.m.k. með því að leggja til húsnæði.


2. Nemendafjöldi á vorönn 2017
Nemendafjöldi á vorönn er 331 og Guðbjörg sýnir tölur um fjölda á brautum, kynjaskiptingu, aldur o.fl.


3. Fjármál – fjárframlög ársins og staða
Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála, halli ársins 2016 er nokkur eins og gert var ráð fyrir og búið er að gera áætlun um hvernig hann verður greiddur niður. Fjárveiting ársins 2017 er 401,9 milljónir og gert er ráð fyrir 300 ársnemendum.


4. Önnur mál
a) Guðbjörg segir frá skólasýningunni BETT sem 13 starfsmenn fóru á í síðustu viku.b) Bryndís spyr hvort aftur hafi verið gerð könnun meðal útskrifaðra nemenda. Svarið er að það hefur ekki verið gert en er á dagskrá sjálfsmatshóps.c) Umræður um jafnréttismál og hvort horft sé til kynjaskiptingar við ráðningar. Svarið er að aðrir þættir eins og menntun og vilji til að taka þátt í kennsluháttum Fmos koma á undan.


Fundi slitið kl. 18.30
Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir


Fundargerð 21. nóvember 2016

Dags: 21.11.2016

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Höskuldur Þráinsson og Sigríður Johnsen.

 

Dagskrá:

1. Fjármál, stefna ríkisaðila til þriggja ára og ársáætlun

2. Fréttir af innra starfi, þróunarverkefnið „Betri árangur“, húsfundur, verkefni sjálfsmatsnefndar

3. Önnur mál


1. Fjármál, stefna ríkisaðila til þriggja ára og ársáætlun

Fjármálin eru í sömu stöður og síðast. 15-20% halli vegna launakostnaðar, annað er í lagi innan árs. Fljótlega verður kynnt ný fjármálaáætlun til þriggja ára og Guðbjörg sýnir fyrstu drög að markmiðaskjali.


2. Fréttir af innra starfi, þróunarverkefnið „Betri árangur“, húsfundur, verkefni sjálfsmatsnefndar
Guðbjörg segir frá þróunarverkefninu „betri árangur“ sem hefur verið í gangi á haustönninni. Guðrún segir frá húsfundi sem haldinn var í október og fer yfir verkefni sjálfsmatshóps á önninni.

3. Önnur mál

Gylfi spyr um starfsmannamál, hvað við gerum fyrir starfsmenn. Það er helst á döfinni að það er jólahlaðborð framundan. Guðbjörg segir frá hugsanlegum vandræðum með vinnu fyrir alla kennara á vorönninni.


Fundi slitið kl. 18.30
Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

 

Fundagerð 3. október 2016

Dags: 3.10.2016

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Sigríður Johnsen, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir

 

Dagskrá:

1. Innritun, nemendafjöldi

2. Nýir starfsmenn

3. Fjármál

4. Önnur mál

 

1. Innritun, nemendafjöldi

Guðbjörg fer yfir tölur um innritun, skiptingu nemenda á brautir o.fl. Nemendur á haustönn eru 374, þar af eru 77 sem eru að koma beint úr 10. bekk. Stjórnendur voru ekki sáttir með aðgerðir ráðuneytisins varðandi innritun nemenda á sérnámsbraut sem er orðin töluvert fjölmennari en til stóð. GA og GG fóru á fund í ráðuneytinu til að ræða vinnuferlið við innritun.

 

2. Nýir starfsmenn

Guðbjörg segir frá nýjum starfsmönnum sem komu inn í haust. Starfsmannahópurinn er ungur og mjög áhugasamur um þróunarvinnu og nú er nýfarið af stað verkefni sem við köllum betri árangur nemenda og byggir á hugmyndum um að endurmenntun fari fram á vinnustaðnum og allur hópurinn taki þátt.

 

3. Fjármál

Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála. Staðan ekki til að hafa áhyggjur af og Guðbjörg segist hafa trú á að eitthvað verði gert í fjármálum framhaldsskólanna eftir áramót, margir skóla í erfiðri stöðu.

 

4. Önnur mál

a) Sigríður spyr hvort allir kennarar hafi kennsluréttindi. Svarið er já

b) Eva spyr hvenær megi búast við að skólinn stækki til fulls. Guðbjörg svarar því til að hún trúi að það verði árið 2020.

c) Sigríður spyr um nemendahópinn. Góður hópur og gengur vel.

d) Sigríður spyr um hestabrautina. Fleiri nemendur hófu nám á hestabrautinni í haust en í fyrrahaust þannig að útlitið með brautina er betra.

e) Sigríður spyr um félagslíf nemenda. Nemendafélagið þurfti að hætta við nýnemaball vegna dræmrar þátttöku og hugsanlega erum við nýnemahóp sem hefur ekki mikinn áhuga á böllum en vilja gjarnan annars konar skemmtanir.

f) Gylfi spyr um starfsemi foreldraráðs. Misjafnlega hefur gengið á milli ára að virkja foreldra til þátttöku og ekki hefur tekist að fá fulltrúa í ráðið á þessu hausti.

 


Fundi slitið kl. 18.30

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir