Móttaka nýrra nemenda

Innritun
Innritun er rafræn og fer fram í gegnum vef Menntamálastofnunar. Dagsetningar innritunar eru auglýstar á vef skólans. 

Kynningarfundur
Nýir nemendur í skólanum eru boðaðir á kynningarfund í byrjun annar. Þar fá nemendur upplýsingar um skólastarfið ásamt kynningu á húsnæði. Á vef skólans eru allar nauðsynlegar upplýsingar um skólastarfið.

FRAM
FRAM er áfangi þar sem unnið er með framíðarfærni s.s. tölvufærni, vinnulag, samskipti, fjármálalæsi og gagnrýna hugsun. 

Viðbótarúrræði fyrir nemendur með íslensku sem annað mál

Íslenskukennsla
Nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Samhliða þjálfun í íslensku máli fer fram kynning á íslenskri sögu og menningu. Kennslan er í sérstökum kennslustundum og verkefnatímum. Í verkefnatímum gefst nemendum kostur á að vinna heimanám í öllum námsgreinum undir handleiðslu íslenskukennara í samráði við viðkomandi námsgreinakennara. Í boði eru tveir þriggja eininga áfangar á 1. þrepi og nýtast sem valeiningar á stúdentsbrautum skólans.

Í kjarna stúdentsbrauta eru samtals 20-25 ein. í íslensku, þar af eru 10 ein. á 2. þrepi og 10-15 ein. á 3. þrepi eftir því á hvaða braut nemandi er skráður. Erlendir nemendur sem ætla sér að ljúka stúdentsprófi þurfa að ljúka jafnmörgum einingum í íslensku og er í kjarna þeirrar brautar sem þeir stunda nám á. Hægt er að taka áfanga í íslensku sem öðru máli á 2. og 3. þrepi í öðrum framhaldsskólum sem bjóða upp á slíkt og fengið þá metna til eininga sem nýtast í stað íslensku í kjarna stúdentsbrauta. Þeir nemendur sem hafa áhuga á þessu þurfa að velja áfanga í samráði við áfangastjóra skólans áður en þeir skrá sig.

 

Síðast breytt: 14. ágúst 2024