Hugrekki

Hvað er hugrekki? Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið hugrekki?

Á heimasíðu Sterkari út lífið kemur fram að „hugrekki er að mæta og þola við í óþægilegum aðstæðum eða mæta því sem er kvíðavaldandi. Hugrekki eflir sjálfsmyndina með því að takast á við ýmis verkefni í gegnum lífið sem geta verið miserfið og óvissa er með hvernig þau fara. Að gera hlutina þó maður sé hræddur. Hugrekki hjálpar okkur líka við að sjá styrkleika okkar. Hugrekki er ekki endilega meðfæddur eiginleiki heldur frekar færni sem þjálfast upp þegar aðstæður og tækifæri eru til staðar.”

Oft er fín lína milli hugrekkis og fífldirfsku og þar vegur einstaklingsmunur ansi þungt. Í daglegu lífi er það almennt talið krefjast hugrekkis að takast á við erfiðar eða óþægilegar aðstæður og þarf ekki að vera að hoppa í fallhlíf eins og sumir halda.

Hugrekki er siðferðileg dygð (e. moral)

Heimild: Sterkari út í lífið. (e.d.). Hugrekkisdagbók.

Lesa meira um mannkostamenntun