Hvað er kurteisi? Hvað hugsar þú þegar þú hugsar um orðið kurteisi?
Flestir skilja orðið þó svo að erfitt sé að skrifa nákvæma skilgreiningu á því. Margir eru sammála um að kurteisi er að koma vel fram við aðra og sýna öðrum virðingu. Að vera kurteis er að kunna góða siði og fara eftir þeim, vera vingjarnlegur og að taka tillit til annarra. Stundum er líka bent á að kurteisi kostar ekki neitt.
Kurteisi er líka að fara eftir allskyns skrifuðum og óskrifuðum reglum sem oft eru kallaðar “mannasiðir”. Það eru reglur um samskipti og umgengni í samfélagi fólks, til dæmis borðsiðir, reglur um snertingu, orðaval, klæðnað, umgengni og fleira. Siðareglur koma úr ýmsum áttum og til eru setningar sem allir þekkja svo sem „Aðgát skal höfð í nærveru sálar”. Mannasiðir eru samskiptareglur samfélagsins á hverjum tíma fyrir sig en góðir siðir eiga að stuðla að nærgætni og tillitsemi í allri umgengni við fólk og umhverfi.
Kurteisi er borgaraleg dygð (e. civic)
Lesa meira um mannkostamenntun