Ársskýrslan var unnin af skólameistara og aðstoðarskólameistara í mars 2018
Inngangur
Uppbygging skólastarfs í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ hélt áfram á árinu 2017 og sem fyrr var megináherslan á að styðja við og koma hugmyndafræði skólans og stefnu í framkvæmd.
Nemendur
Á vorönn 2017 voru nemendur 331 og á haustönn 2017 voru þeir 343. Meirihluti nemenda skólans eru úr Mosfellsbæ og nágrannabyggðum (Grafarvogur, Grafarholt, Kjalarnes, Akranes), eða tæplega 80%. Kynjahlutfall hefur verið í nokkuð góðu jafnvægi. Fjöldi nýnema sem sækja um FMOS beint eftir 10. bekk hefur heldur minnkað og voru um 65 á haustönn 2017 en rúmlega 70 á haustönn 2016. Aldursdreifing í skólanum hefur breyst töluvert á undanförnum árum, í þá átt að eldri nemendum fækkar frá því sem áður var og þeim yngri fjölgar. Þessi misserin er mynstrið þannig að fjórir yngstu árgangarnir eru fjölmennastir, en fáir nemendur úr öðrum árgöngum.
Heiti brautar |
Vorönn 2017 |
Haustönn 2017 |
Almenn námsbraut |
52 |
67 |
Félags- og hugvísindabraut |
56 |
57 |
Hestabraut |
16 |
15 |
Listabraut |
16 |
14 |
Íþrótta- og lýðheilsubraut |
16 |
16 |
Náttúruvísindabraut |
51 |
33 |
Opin stúdentsbraut |
110 |
125 |
Sérnámsbraut 1 |
14 |
16 |
|
|
|
Árgangur |
Vorönn 2017 |
Haustönn 2017 |
1973-1993 |
11 |
7 |
1994 |
8 |
9 |
1995 |
16 |
12 |
1996 |
22 |
17 |
1997 |
48 |
37 |
1998 |
76 |
63 |
1999 |
77 |
74 |
2000 |
72 |
64 |
2001 |
1 |
60 |
Kyn |
Vorönn 2017 |
Haustönn 2017 |
KK |
164 |
171 |
KVK |
167 |
172 |
Á hverju hausti innritar Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ 16-20 nemendur sem eru mjög illa staddir í námi. Þessir nemendur eru gjarnan annað hvort með D í einkunn úr grunnskóla í 1-3 kjarnagreinum eða með stjörnumerktar einkunnir og hafa þá ekki lokið námsefni grunnskólans að fullu.
Samkvæmt okkar gögnum, þar á meðal skimunarprófi fyrir nýnema, er þetta sá nemendahópur skólans sem er í mestri brotthvarfshættu. Á haustönn 2017 voru 15 nemendur sem voru í brotthvarfshættu í skimunarprófi sem lagt var fyrir nýnema.
Til þess að styðja betur við þennan hóp viljum við búa til stuðningskerfi þar sem haldið er betur utan um nemendur.
Nemendur eru skráðir á almenna námsbraut í bóknám og áfanga í listum og íþróttum. Þessu til viðbótar eru nemendur skráðir í sérstakan áfanga sem við köllum framhaldsskólaáfanga, FRAM1FR05. Mest áhersla er lögð á að styrkja sjálfsmynd nemenda og efla þá á þeim sviðum sem best nýtast í námi, t.d. í sjálfstrausti, seiglu, hugrekki og samskiptahæfni.
Hugmyndafræði verkefnisins er byggð á grunnþáttum menntunar eins og þeim er lýst í námskrá og hefur það markmið að undirbúa nemendur bæði fyrir frekari menntun og fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Leitast er við að styðja við nemendur á þeirra eigin forsendum og reynt að aðstoða þá eins og hægt er við að finna sér markmið, annars vegar í námi og hins vegar í lífinu.
Brotthvarf í skólanum er um 12% og hefur farið minnkandi í samhengi við að nemendahópurinn hefur yngst. Einnig má benda á að námshegðun nemenda hefur þróast í þá átt á undanförnum árum að þeir taka færri einingar á önn. Þetta hefur þau áhrif að nemendur gefast síður upp á námi sínu, þeir falla ekki brott, heldur taka færri einingar. Þetta sést vel á meðfylgjandi töflu:
|
Nemendafjöldi (e. 3 vikur) |
Brottfall fj. |
Brottfall % |
Fj. útskrifaðra |
Meðalein.fj. á önn |
H15 |
379 |
31 |
8,2 |
14 |
19,9 |
V16 |
359 |
35 |
9,7 |
34 |
21,79 |
H16 |
374 |
46 |
12,3 |
23 |
20,89 |
V17 |
331 |
38 |
11,5 |
33 |
20,86 |
H17 |
343 |
39 |
11,4 |
37 |
20,78 |
Nám
Boðið er upp á nám á 8 námsbrautum í skólanum, þ.e. nám á almennri braut, listabraut, íþrótta- og lýðheilsubraut, hestabraut, félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, opinni stúdentsbraut og sérnámsbraut. Námsframboðið er í samræmi við áherslur skóla og ráðuneytis og er nokkuð fjölbreytt. Nám á almennri braut er ætlað nemendum með ónógan undirbúning fyrir nám á öðrum brautum. Listabraut, íþrótta- og lýðheilsubraut og hestabraut eru til framhaldsskólaprófs. Sérnámsbraut er ætluð fyrir nemendur með fötlunargreiningu og er skipulögð sem 7 - 8 anna nám. Aðrar brautir eru til 200 eininga stúdensprófs þar sem meðal námstíminn er 7 annir. Á haustönn 2017 fór af stað þróunarvinna vegna breytinga á námsframboði skólans sem taka gildi á haustönn 2018.
Starfsmenn
Tveir stjórnendur eru í skólanum, skólameistari og aðstoðarskólameistari, báðir í 100% stöðu. Við skólann starfar deildarstjóri sérnámsbrautar í hlutastarfi. Tveir námsráðgjafar eru við skólann í 160% stöðu til samans. Kennarar á haustönn voru 27 í 25 stöðugildum og aðrir starfsmenn 9 í 7 stöðugildum. Heildarstarfsmannafjöldi var því 36. Allir kennarar eru með kennsluréttindi og háskólamenntun í sinni kennslugrein og meirihluti þeirra með masterspróf.
Kennsluhættir skólans eru í aðalatriðum þannig að notaðar eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat, og stundataflan er brotin upp með verkefnatímum þar sem kennarar eru til taks og nemendur stjórna sjálfir í hvaða verkefnatíma þeir mæta. Kennsluaðferðirnar miða að því að nemendur séu virkir þátttakendur í námi sínu og tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem þeir vinna.
Námsmatið er í góðum takti við kennsluaðferðirnar, þannig að úr verður leiðsagnarnám þar sem vinna nemenda er metin jafnóðum. Kjarninn í hugmyndinni er líka að nemendur fá tækifæri til að ræða námsefnið og verkefnin við kennarana sína og fá síðan umsagnir sem leiða þá áfram, bæði skriflegar og munnlegar. Kennsluaðferðirnar og leiðsagnarmatið hefur þróast mikið í skólanum á undanförnum árum og er orðið mjög samfléttað þannig að erfitt er að sjá hvar kennsluaðferðunum sleppir og leiðsagnarmatið tekur við.
Þess vegna notum við nú orðið hugtakið leiðsagnarnám þegar við lýsum náminu í skólanum.
Mat
Uppbygging gæðakerfis skólans miðar að því að það sé altækt og umbótamiðað. Í áætlun um sjálfsmat er gerð grein fyrir þeim þáttum sem hafa verið og verða metnir, og í sjálfsmatsskýrslu er gerð grein fyrir umbótum í framhaldi af matinu, sjá vef skólans, Sjálfsmatsskýrslur.
Fjármál, rekstur, aðbúnaður
Stefnt er að því að halda fjárhagslegri stöðu skólans í jafnvægi á hverjum tíma þ.e. að kostnaður við rekstur skólans fari ekki fram úr fjárheimildum sem honum eru ætlaðar á hverjum tíma. Þetta hefur ekki tekist fyllilega á undanförnum árum og á fyrri hluta ársins 2017 tók skólinn þátt í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum í þeim tilgangi að koma fjárhagsstöðu skólans í jafnvægi. Þær aðgerðir hafa nú þegar skilað árangri.
Samstarf við aðra
Skólinn er í samstarfi við ýmsa aðila í Mosfellsbæ, s.s. grunnskóla bæjarins, íþróttafélagið, Reykjalund, tónlistarskólann, myndlistarskólann og Hestamannafélagið Hörð.
Mosfellsbær, 20. mars 2018
Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari
Guðrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari