22.03.2024
Páskafrí stendur yfir dagana 25. mars til 2. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 3. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga.
21.03.2024
Valtímabilinu lýkur föstudaginn 22. mars og nú fer hver að verða síðastur að gera athugasemd við þá áfanga sem skráðir voru á námsferilinn í Innu fyrir haustönn 2024. Hægt er að leita til umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafa, áfangastjóra og aðstoðarskólameistara eftir aðstoð við að gera breytingar.
11.03.2024
Opið hús fyrir grunnskólanemendur, foreldra og forráðamenn verður í FMOS þriðjudaginn 12. mars kl. 16:30-18:00.
08.03.2024
Fimmtudaginn 7. mars var þemadagur í FMOS. Í þetta sinn var matarþema og dagana á undan skráðu nemendur sig á smiðjur eftir áhugasviði hvers og eins.
29.02.2024
Föstudaginn 1. mars fellur öll kennsla niður en þá mun starfsfólk framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og nokkurra utan af landi halda sameiginlegan starfsþróunardag. Kennsla verður samkvæmt stundatöflu á mánudaginn.
12.02.2024
Miðvikudaginn 14. febrúar er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
09.02.2024
Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum verður haldinn hátíðlegur um heim allan sunnudaginn 11. febrúar en þar sem við erum ekki í skólanum á sunnudögum þá tókum við forskot á sæluna og héldum upp á daginn í dag, föstudaginn 9. febrúar.
08.02.2024
Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:00-13:30 höldum við Alþjóðadag kvenna og stúlkna í vísindum hátíðlegan.
07.02.2024
Nemendur í spænsku í FMOS unnu til verðlauna á spænskuhátíð sem fór fram síðast liðinn föstudag, 2. febrúar 2024.
05.02.2024
Í síðustu viku fóru tveir kennarar okkar, þau Dóra dönskukennari og Halldór sögukennari, í vettvangsferð til Nuuk á Grænlandi.