Markmið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ er að starfsfólk óháð kyni njóti sömu launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf í samræmi við kjara- og stofnanasamninga. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun og ákvörðun um aukastörf mega ekki fela í sér kynjamismunun eða aðrar ómálefnalegar ástæður.
Til þess að ná því markmiði mun skólinn:
- Fylgja þeim lögum og reglum sem í gildi eru hverju sinni og snúa að þeirri meginreglu að konum og körlum skuli greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
- Skólinn hefur sett sér jafnréttisáætlun og starfsmannastefnu sem styðja við jafnlaunastefnu skólans.
- Starfrækja vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, í samræmi við ákvæði laga nr. 150/2020, sbr. lög nr. 56/2017.
- Skjalfesta jafnlaunakerfið, viðhalda því og tryggja stöðugar umbætur.
- Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf til þess að kanna hvort mælist munur á launum eftir kyni og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
- Vinna eftir verklagsreglum sem fjalla um viðbrögð við óútskýrðum launamun.
- Framkvæma innri úttekt á jafnlaunakerfinu.
- Láta fara fram árlega rýni æðstu stjórnenda á hlítingu við lög og reglur um jafnlaunakerfi.
- Kynna stefnuna árlega fyrir starfsmönnum skólans. Stefnan skal einnig vera aðgengileg almenningi á heimasíðu skólans.
Tilvísanir
ÍST85:2012 - 4.2 Jafnlaunastefna
Síðast breytt: 28. febrúar 2023