Athugið að gerðar hafa verið breytingar á Félags- og hugvísindabrautinni og taka þær breytingar gildi 1. ágúst 2024. Þeir nemendur sem eru skráðir á gömlu Félags- og hugvísindabrautina geta skipt yfir á þessa óski þeir eftir því. Þeir sem vilja skipta um braut tali við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa.
Félags- og hugvísindabraut er 200 eininga bóknámsbraut og er meðalnámstími 6-7 annir. Brautinni er skipt upp í kjarna, kjörsvið og frjálst val. Til að útskrifast af brautinni þurfa nemendur að ljúka 112 einingum af kjarnagreinum, 50 einingum af kjörsviðsgreinum og 38 einingum af frjálsu vali. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum.
Ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi og þurfa námsferlar nemenda að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hámark á 1. þrepi eru 55 einingar
- Lágmark á 3. þrepi eru 50 einingar
Lokamarkmið Félags- og hugvísindabrautar eru:
Að nemendur
- hafi góða almenna þekkingu á sviði félags- og hugvísindagreina
- geti greint einkenni og þróun samfélaga og geri sér grein fyrir mótunaröflum einstaklinga og hópa
- hafi öðlast meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
- þekki meginstrauma menningar, trúar, stjórnmála og hagþróunar í fortíð og nútíð
- hafi hæfni til að lesa fræðitexta á ensku
- geti tekið þátt í rökræðum um samfélagsleg efni
- hafi öðlast tölfræðilegt læsi til að geta lesið og sett fram rannsóknarniðurstöður með gagnrýnu hugarfari
- séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í félags- og hugvísindum.
Hér má finna allar áfangalýsingar skólans
Kjarni 112e |
|
|
|
|
1. þrep |
2. þrep |
3. þrep |
ein. |
DANS2TL05 |
DANS2LT05 |
|
|
|
|
10 |
|
10 |
ENSK2OT05 |
ENSK2TM05 |
ENSK3EX051 |
ENSK3HÁ051 |
ENSK3MB051 |
|
10 |
10 |
20 |
ÍSLE2MR05 |
ÍSLE2ED05 |
ÍSLE3NB052 |
ÍSLE3NJ052 |
ÍSLE3ÖL052 |
|
10 |
10 |
20 |
LÝÐH1HN01 |
LÝÐH1VN01 |
LÝÐH1HR01 |
LÝÐH1HR01 |
LÝÐH1HR01 |
5 |
|
|
5 |
FRAM1AA033 |
FRAM1AB03 |
FRAM2AA03 |
FRAM2AB03 |
|
6 |
6 |
|
12 |
STÆR2LF03 |
STÆR2FL02 |
STÆR2HL05 |
STÆR3TF054 |
|
|
10 |
5 |
15 |
SPÆN1BY05 |
SPÆN1SP05 |
SPÆN1ÞR05 |
|
|
15 |
|
|
15 |
NÁTT2GR05 |
|
|
|
|
|
5 |
|
5 |
UMHV2UN05 |
|
|
|
|
|
5 |
|
5 |
FÉLAGSGREIN5 |
|
|
|
|
|
5 |
|
5 |
Samtals: |
|
|
|
|
26 |
61 |
25 |
112 |
1) Velja þarf tvo af þremur áföngum á 3. þrepi í ensku og nemendur ráða í hvaða röð þeir taka þá; 2) Velja þarf tvo af þremur áföngum á 3. þrepi í íslensku og nemendur ráða í hvaða röð þeir taka þá; 3) FRAM er áfangi þar sem unnið er með framtíðarfærni s.s. tölvufærni, vinnulag, samskipti, fjármálalæsi og gagnrýna hugsun; 4) Velja má annan áfanga í stærðfræði á 3. þrepi; 5) Velja þarf einn áfanga í félagsfræði, heimspeki, sögu eða sálfræði sem hluta af kjarna, umfram 50 einingar af kjörsviði.
Samtals einingar á braut: 200
Gildir frá 1. ágúst 2024
Síðast breytt: 2. október 2024