Fundur með frambjóðendum í FMOS

Í dag stóðu nemendur fyrir framboðsfundi með frambjóðendum til alþingis. Fulltrúar átta flokka sendu fulltrúa sinn á fundinn og voru umræður upplýsandi og málefnalegar. Nemendur voru duglegir að spyrja spurninga sem snertir ungt fólk sem fékk stjórnmálafólk til að takast á, allt eins og það á að vera. Það er aldrei of mikið gert af því að færa stjórnmálaumræðu til þeirra sem erfa landið. Sérstakt hrós fá Dagur og Ásrún fyrir frumkvæðið að fundinum og svo stjórn hans, vel gert.