Fundur með frambjóðendum í FMOS

Í dag stóðu nemendur fyrir framboðsfundi með frambjóðendum til alþingis. Fulltrúar átta flokka sendu fulltrúa sinn á fundinn og voru umræður upplýsandi og málefnalegar.

Skuggakosningar

Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.

Endurskiladagur og úrvinnsludagur

Þriðjudaginn 19. nóvember er endurskiladagur þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara og miðvikudaginn 20. nóvember er úrvinnsludagur og fellur öll kennsla niður þann dag.

Innritun fyrir vorönn 2025

Innritun vegna náms á vorönn 2025 stendur yfir 1. nóvember - 2. desember. Sótt er um í gegnum innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.