Íþróttakennsla

Í kjarna allra stúdentsbrauta FMOS eru 5 ein. í íþróttum og hreyfingu, þ.e. 5 áfangar. Skólinn leggur áherslu á heilsueflingu og fjölbreytni í hreyfingu og geta nemendur skólans valið úr mismunandi áföngum. Hér má finna stuttar lýsingar á áföngunum sem eru í boði en nánari lýsingar má finna í áfangalýsingum á Innu.

Eftirfarandi upplýsingar um íþróttakennslu í FMOS taka gildi á haustönn 2022:

LÝÐH1AF01 Afreksíþróttir
Þeir nemendur sem æfa afreksíþróttir geta skráð sig í þennan áfanga. Með afreksíþróttum er átt við æfingar með meistaraflokki og/eða í keppnisflokki. Áfanginn er utan stundatöflu. Nemendur þurfa að skrá upplýsingar inn á INNU og verður kennari í sambandi við þjálfara í upphafi og lok annar. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HN01 Haust nýnemar 
Þetta er skylduáfangi fyrir þá nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla (FMOS). Allir nýnemar verða að taka þennan áfanga. Kennsla fer fram í WC Lágafelli. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

Hvernig fara tímarnir fram?
08:30-09:20 – tækjasalur
09:30-10:20 – skipulagður tími í CF sal (stöðvaþjálfun)
Við gerum okkar besta í að finna hreyfingu við hæfi, getu og áhuga hvers og eins.

Námsmat:
Virkni og raunmæting 100%

Einkunnarskali:
10: 30 mætingar eða fleiri
9: 28-29 mætingar
8: 26-27 mætingar
7: 24-25 mætingar
6: 22-23 mætingar
5: 20-21 mætingar
Fall: 19 mætingar og færri

LÝÐH1HR01 Hreyfing
Þeir sem eru í þessum áfanga eru búnir með eina önn í framhaldsskóla og eru skrefi nær að æfa eftir sínum prógrömum eða einstaklingsmiðuðum prógrömum sem unnin eru í samvinnu við íþróttakennara. Nemendur geta mætt án kostnaðar mánudaga til föstudaga kl. 08:00-11:00 og 13:00-16:00. Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

Þetta er tvöfaldur tími og nemendur geta valið um að mæta í annað hvort:
a) Tækjasal (08:30-10:20)
b) Hóptíma í sal; stöðvaþjálfun, tabata og annað skemmtilegt (09:10-10:00)

Einkunnarskali:
10: 30 mætingar eða fleiri
9: 29-30 mætingar
8: 27-28 mætingar
7: 25-26 mætingar
6: 23-24 mætingar
5: 20-22 mætingar
Fall: 19 mætingar og færri
*viðurkennt form er t.d STRAVA og önnur sambærileg öpp Nánari upplýsingar eru í áfangalýsingu á Innu.

LÝÐH1HU01 Hreyfing utan skólans 
Þeir sem eru í þessum áfanga eru nemendur sem eru búnir með eitt ár í framhaldsskóla og kjósa að hreyfa sig utan skólatíma.

Hvernig fer þessi áfangi fram? Nemendur velja sér hreyfingu; ræktin, dans, box, fjallganga, hjól, ganga eða annað sambærilegt.

Til þess að ná þessum áfanga þurfið þið að skila mér inn í lok annar amk:
a) 30 mætingum t.d í ræktinni
b) 100 km göngu (STRAVA)
c) 300 km hjóli (STRAVA)

 

Síðast breytt: 16. mars 2022