29.02.2024
Föstudaginn 1. mars fellur öll kennsla niður en þá mun starfsfólk framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og nokkurra utan af landi halda sameiginlegan starfsþróunardag. Kennsla verður samkvæmt stundatöflu á mánudaginn.
12.02.2024
Miðvikudaginn 14. febrúar er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.
09.02.2024
Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum verður haldinn hátíðlegur um heim allan sunnudaginn 11. febrúar en þar sem við erum ekki í skólanum á sunnudögum þá tókum við forskot á sæluna og héldum upp á daginn í dag, föstudaginn 9. febrúar.
08.02.2024
Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:00-13:30 höldum við Alþjóðadag kvenna og stúlkna í vísindum hátíðlegan.
07.02.2024
Nemendur í spænsku í FMOS unnu til verðlauna á spænskuhátíð sem fór fram síðast liðinn föstudag, 2. febrúar 2024.
05.02.2024
Í síðustu viku fóru tveir kennarar okkar, þau Dóra dönskukennari og Halldór sögukennari, í vettvangsferð til Nuuk á Grænlandi.
26.01.2024
Tveir ungir fótboltastrákar frá Malawi komu til Íslands í janúar til að spila fótbolta. Þetta er samstarfsverkefni ACSENT soccer akademíunnar og Aftureldingar.
26.01.2024
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2024 er til 15. febrúar næstkomandi.
23.01.2024
Innritun fyrir haustið 2024 er óvenju snemma á ferðinni í ár en búið er að opna fyrir umsóknir eldri nemenda. Innritunin er rafæn og sótt er um í gegnum vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hlekki og dagsetningar innritunar má finna með því að opna fréttina og lesa áfram.
05.01.2024
Gleðilegt nýtt ár! Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 8. janúar.