Forvitni

Hvað er forvitni? Hvað hugsar þú þegar þú heyrir orðið forvitni?

Sumum virðist forvitni vera neikvætt orð við fyrstu sýn og rugla því saman við hnýsni. Þegar það er skoðað nánar virðast flestir sammála um að forvitni sé undirstaða þekkingar og þroska í lífi einstaklings. Forvitni getur líka tengst því að sýna fólki virkan áhuga og væntumþykju.

Á Vísindavefnum segir „Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneiging til að vita allt, gott eða slæmt, um mann eða hlut.”

Forvitni er vitsmunaleg dygð (e. intellectual)

Heimild: Vísindavefur. (20.06.2012). Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Lesa meira um mannkostamenntun