Fundargerðir skólanefndar 2024-2025

Dagsetning: 16. desember, klukkan 17:15

Fundarstaður: FMOS

Mætt eru: Kolbrún Reinholdsdóttir, Sigríður Johnsen, Sigmar Vilhjálmsson, Anna Sigríður Guðnadóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Kolbrún Ósk Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara, Bergþóra Arnórsdóttir aðstoðarskólameistari, Valgarð Már Jakobsson skólameistari.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns
  2. Innritun og nýjar brautir
  3. Starfsmannabreytingar
  4. Fjármál
  5. Útskrift
  6. Önnur mál

1. Kosning formanns

Tilnefnd er Sigríður Johnsen, samþykkt samhljóða.

2. Innritun og nýjar brautir

Í haust voru 259 nemendur en eru 245 núna. Útskriftarefni haustið 2024 eru 23 og 40 nemendur hafa sótt um skólavist fyrir vorönn. Samtals er áætlað að rúmlega 260 nemendur hefji nám á vorönn 2025. Mest munar um að 16 nýir nemendur innritast á íslenskubraut og verða 32 nemendur á brautinni á vorönn.

Fjallað um endurskoðaðar námsbrautir, félags- og hugvísindabraut, opna stúdentsbraut og náttúruvísindabraut sem verður að umhverfis og líffræðibraut næsta haust.

Rætt um íslenskubraut, farið yfir áfanga brautar. Þessir krakkar hafa aðlagast vel og eru góð viðbót við fjölbreyttan nemendahóp. Nýlega var ráðin brautarstjóri á brautina. Spurt er um sálfræðiþjónustu fyrir þennan nemendahóp, það er samningur við Kvíðameðferðarstöðina um að fá greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu.

Rætt um nýja sérnámsbraut og innritun á brautina sem erfitt er að svara þar sem húsnæði þarf að vera tilbúið áður en starfsemi hefst. Óvíst hvenær því líkur.

3. Starfsmannabreytingar

Nýr aðstoðarskólameistari, Bergþóra Arnórsdóttir var ráðin í ágúst. Þá hafa verið ráðningar á nýja sérnámsbraut, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Martin Meyer, Gunnar Örlygur Gunnarsson, Stefanía Björk Sigfúsdóttir. Enn er verið að ganga frá ráðningu stuðningsfulltrúa fyrir sérnámsbraut á vorönn.

4. Fjármál

Áætlað er að rekstrartap ársins verði 40-50 milljónir. Þar af er beinn launakostnaður á sérnámsbraut nú þegar 10 milljónir. Loforð hefur verið gefið um að skólanum verði bættur sá kostnaður sem fellur til vegna sérnámsbrautar og þeirra breytinga á húsnæði sem hefur þurft í tengslum við það.

Tveir helstu kostnaðarliðir skólans eru laun og húsnæði. Launakostnaður ársins er 66%, húsnæðiskostnaður er 27%.

Rætt um fjármál á nýrri sérnámsbraut, óljóst er hvernig greitt verið fyrir nemendur á þessari braut.

6. Útskrift

Skólanefnd er boðið á útskrift 20. desember kl. 14:00 og til að þiggja kaffi á eftir.

6. Önnur mál

Engin önnur mál. Fundi slitið kl. 18:45

Í lok fundar var farið í skoðunarferð um húsið til að kynna þær breytingar sem hafa átt sér stað á húsnæðinu vegna nýrrar sérnámsbrautar.

Fundargerð skrifaði Bergþóra Hlín Arnórsdóttir