Jólafrí

Skrifstofa skólans er lokuð yfir jól og áramót. Við opnum aftur föstudaginn 3. janúar 2025 kl. 10.

Norska og sænska vorönn 2025

Nemendur sem mega velja norsku eða sænsku í staðinn fyrir dönsku og ætla að gera það á vorönn 2025 eiga að skrá sig á heimasíðu MH sem fyrst.

Einkunnabirting

Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.

Fundur með frambjóðendum í FMOS

Í dag stóðu nemendur fyrir framboðsfundi með frambjóðendum til alþingis. Fulltrúar átta flokka sendu fulltrúa sinn á fundinn og voru umræður upplýsandi og málefnalegar.

Skuggakosningar

Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land.

Endurskiladagur og úrvinnsludagur

Þriðjudaginn 19. nóvember er endurskiladagur þar sem nemendum gefst kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í samráði við kennara og miðvikudaginn 20. nóvember er úrvinnsludagur og fellur öll kennsla niður þann dag.

Innritun fyrir vorönn 2025

Innritun vegna náms á vorönn 2025 stendur yfir 1. nóvember - 2. desember. Sótt er um í gegnum innritunarvef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Alþjóðlegur dagur ofbeldisleysis

Alþjóðlegur dagur ofbeldisleysis er haldinn árlega 2. október og er tileinkaður friði og átakalausri samvinnu á heimsvísu. Þessi dagur var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum árið 2007 til að heiðra minningu Mahatma Gandhi, sem fæddist þennan dag árið 1869.

Að vera bæði fróður og góður

Kennarar FMOS með kynningu á Menntakviku.

Valtímabilið 7.-11. október

Valið opnar í Innu mánudaginn 7. október og eiga nemendur sem ætla að vera í skólanum á vorönn að velja sér kjörsviðs- og/eða valáfanga fyrir vorönn 2025.