Upphaf haustannar 2024

Kynning fyrir nýnema (árg. 2008) verður föstudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Mánudaginn 19. ágúst verður skólasetning á sal skólans kl. 8:30 og að henni lokinni hefst kennsla skv. stundatöflu.

Aðgangur að Innunni er opinn þannig að nemendur geta skoðað stundatöflu, námsgögn og sent inn óskir um töflubreytingar. Nota þarf rafræn skilríki til að komast inn í Innu. Athugið að síðasti dagur fyrir töflubreytingar er föstudagurinn 16. ágúst. Leiðbeiningar um töflubreytingar má finna hér og í "Aðstoð" í Innu.

Hægt er að segja sig úr áfanga til 6. september, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.

Foreldrafundur verður haldinn miðvikudaginn 11. september og verður dagskráin auglýst þegar nær dregur.