Valtímabilið 7.-11. október

Valið opnar í Innu mánudaginn 7. október og eiga nemendur að velja sér kjörsviðs- og/eða valáfanga fyrir vorönn 2025. Búið er að forskrá kjarnaáfanga inn á námsferla nemenda en hægt er að gera breytingar á skráningunni, t.d. fært áfanga í varaval eða taka út. Umsjónarkennara, náms- og starfsráðgjafi, áfangastjóri og aðstoðarskólameistari verða nemendum innan handar alla vikuna varðandi skipulag á námsferli. Núna er sú breyting gerð að nemendur þurfa að staðfesta valið sitt í Innu sjálfir, í síðasta lagi föstudaginn 11. október.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um valið, listi yfir áfanga í boði og áfangalýsingar. Þessar upplýsingar má líka finna undir aðstoð í Innu.

leiðbeiningar fyrir valið

Listi yfir áfanga í boði

Áfangalýsingar

Ef nemandi ætlar ekki að vera í skólanum á vorönn 2025 þá er mikilvægt að láta okkur vita af því!