19.08.2022
Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Ingu Þóru áfangastjóra í síðasta lagi föstudaginn 26. ágúst.
16.08.2022
Þeir nemendur sem hafa lært norsku eða sænsku í grunnskóla hér á landi eða erlendis geta valið áfanga í þessum tungumálum í framhaldsskóla og fengið þá metna í stað dönsku. Kennslan fer fram MH og þarf að skrá sig hjá riturum í Upplýsingamiðstöð FMOS.
15.08.2022
Kynning fyrir nýnema (árg. 2006) verður þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Skólasetning verður á sal skólans miðvikudaginn 17. ágúst kl. 8:30 og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu strax að henni lokinni.
09.08.2022
Miðvikudaginn 10. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2022, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 10.-16. ágúst.
30.05.2022
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Að þessu sinni voru 24 nemendur brautskráðir.
18.05.2022
Miðvikudaginn 25. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 24 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.
17.05.2022
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
12.05.2022
Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma.
03.05.2022
Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að...
29.04.2022
Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku.