18.03.2022
Það er gaman að segja frá því að Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ varð í 3. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2021 af framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og í 11. sæti í flokkinum meðalstórar stofnanir. Við erum afskaplega ánægð með þessar niðurstöður.
18.03.2022
Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir haustönn 2022 er í dag, föstudaginn 18. mars. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum verða að ganga frá vali annars eiga þeir ekki vísa skólavist á næstu önn.
11.03.2022
Framhaldsskólanemendur við Nykøbing Katedralskole voru á Íslandi í nokkra daga og ákváðu kennarar þeirra ásamt kennara og 12 nemendum í dönskuáfanga í FMOS að skipuleggja smá hitting í Reykjavík. Markmiðið var að hittast í litlum hópum og ganga um miðbæinn og spjalla. Á dönsku, að sjálfsögðu!
09.03.2022
Mánudaginn 14. mars opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða í salnum og kynna áfangana sína. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á haustönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 14.-18. mars. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.
08.03.2022
Ákveðið hefur verið að framlengja innritun eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) til 10. júní vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef menntamálastofnunar með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
03.03.2022
Úrvinnsludagur verður mánudaginn 7. mars. Öll kennsla fellur niður þann dag.
01.03.2022
Fimmtudaginn 24. febrúar var starfsfólki FMOS boðið upp á skyndihjálparnámskeið. Um var að ræða tveggja tíma upprifjunarnámskeið en það voru hjúkrunarfræðingar frá fyrirtækinu Heilsuvernd sem mættu og sáu um fræðsluna og verklegar æfingar.
28.02.2022
Föstudaginn 4. mars stendur nemendafélag FMOS fyrir LAN-i. Miðasalan hefst mánudaginn 28. febrúar fyrir framan matsalinn og kostar 2.500 kr. á mann. Allir að skrá sig!
25.02.2022
Ráðstefna um leiðsagnarnám í framhaldsskólum verður haldin í FMOS í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022. Með því að smella á þessa frétt má finna dagskrá ráðstefnunnar ásamt hlekkjum á fyrirlestra og málstofur.
25.02.2022
Í dag, föstudaginn 25. febrúar 2022, hefur öllum takmörkunum vegna Covid-19 verið aflétt í samfélaginu. Smelltu á fréttina fyrir nánari upplýsingar.