09.08.2022
Miðvikudaginn 10. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2022, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 10.-16. ágúst.
30.05.2022
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Að þessu sinni voru 24 nemendur brautskráðir.
18.05.2022
Miðvikudaginn 25. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 24 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.
17.05.2022
Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.
12.05.2022
Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma.
03.05.2022
Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að...
29.04.2022
Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku.
28.04.2022
Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 5. maí og þeim lýkur mánudaginn 16. maí. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.
27.04.2022
Föstudaginn 29. apríl n.k. er dimmisjón hjá útskriftarnemum FMOS. Dagurinn hefst með dýrindis morgunverði à la Inga Rósa þar sem útskriftarnemar eiga notalega stund með kennurum og starfsfólki. Hvað hópurinn gerir í framhaldi af því er enn á huldu en dagurinn er þeirra!
25.04.2022
Búið er að opna fyrir umsóknir þeirra sem útskrifast úr 10. bekk í vor (2022). Innritunartímabilinu lýkur á miðnætti 10. júní n.k. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Menntamálastofnunar.