Foreldrafundur

Miðvikudaginn 14. september kl. 17:00 er foreldrum og forráðamönnum yngstu nemenda skólans (fd. 2006 og 2005) boðið að koma og hitta umsjónarkennara barna sinna. Meðal annars verður farið yfir starfsemi skólans og skipulag námsins kynnt. Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar skólans verða einnig á staðnum, kynna sig og svara spurningum.

Óskað er eftir áhugasömum foreldrum til starfa í foreldraráði FMOS.

Fundinum lýkur í síðasta lagi kl. 18:30.