Kennsla hefst á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 7. apríl hefst staðkennsla samkvæmt stundatöflu.

Páskafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars. Samkvæmt dagatalinu er páskafrí 29. mars - 6. apríl en vegna hertra sóttvarnarreglna er óvíst hvenær hægt verður að opna skólann aftur. Það verður auglýst hér á vef skólans um leið og það kemur í ljós.

Nýjar sóttvarnarreglur

Nú erum við enn og aftur í þeirri stöðu að þurfa að snúa bökum saman og breyta kennslufyrirkomulagi. Samkvæmt fyrirmælum menntamálaráðherra eiga framhaldsskólar að loka á miðnætti. Frá og með morgundeginum falla því allir tímar niður fram að páskafríi.

Valtorg miðvikudaginn 17. mars

Miðvikudaginn 17. mars opnum við valtímabilið með valtorgi á Teams kl. 10:30. Kennarar verða til taks og kynna þá áfanga sem eru utan áætlunar þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru kenndir sjaldan. Valið jafngildir umsókn fyrir haustönn 2021.

Seinni spönn 10. mars - 18. maí

Á morgun, miðvikudaginn 10. mars, byrjum við seinni spönnina í fullu staðnámi. Verkefnatími er fyrir hádegi og staðkennsla eftir hádegi.

Opið hús í FMOS

Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk og foreldra/forráðamenn þeirra verður í FMOS miðvikudaginn 17. mars kl. 17:00-18:30.

Stafræni Háskóladagurinn

Nemendur og kennarar allra háskóla landsins svara spurningum í beinu streymi þann 27. febrúar milli kl. 12 og 16.

Nám í alþjóðlegum menntaskóla

Einstakt tækifæri á námi til stúdentsprófs í alþjóðlegu umhverfi.

Jafnlaunavottun 2020-2023

Í ágúst 2019 var settur saman stýrihópur sem vann að innleiðingunni jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012 undir handleiðslu ráðgjafa frá ráðgjafafyrirtækinu Ráði ehf.

Aukin staðkennsla frá og með 1. febrúar

Frá og með mánudeginum 1. febrúar verður staðkennsla í öllum tímum sem eru fyrir hádegi. Fjarkennslan heldur áfram eftir hádegi.