18.10.2021
Næsta föstudag mun Sálfræðispjallið fjalla um það að geta sagt ,,nei“ og að setja fólki mörk. Sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem segja alltaf ,,já“ við öllum aukavöktum í vinnunni og enda með allt of mikið að gera!
15.10.2021
Mánudaginn 18. október opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða til taks og kynna þá áfanga sem eru utan áætlunar þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru kenndir sjaldan. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 18.-22. október. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.
13.10.2021
Nemendur í áfanganum Næringu og núvitund bökuðu gómsætt hollustu bananabrauð í dag og gæddu sér á því á meðan þeir tóku þátt í könnunni Ungt fólk.
08.10.2021
Á mánudaginn, 11. október, er úrvinnsludagur. Öll kennsla fellur niður þann dag.
05.10.2021
Fimmtudaginn 7. október kl. 17:00 er foreldrum og forráðamönnum yngstu nemenda skólans (fd. 2004 og 2005) boðið að koma og hitta umsjónarkennara barna sinna. Meðal annars verður farið yfir starfsemi skólans og skipulag námsins kynnt.
08.09.2021
Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Sótt er um á vef Menntasjóðs.
06.09.2021
Frestur til að segja sig úr áfanga er til og með þriðjudagsins 7. september.
23.08.2021
Nokkrar bækur í enskunni eru ófáanlegar. Sumar koma fljótlega en okkur vantar sérstaklega The Graveyard Book eftir Neil Gaiman og The Perks of Being a Wallflower eftir Stephen Chbosky.
18.08.2021
Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Guðrúnu aðstoðarskólameistara í síðasta lagi þriðjudaginn 24. ágúst. Skráning fer fram með því að koma við á skrifstofunni eða senda tölvupóst á gudrun@fmos.is
18.08.2021
Vegna stöðu Kórónuveirufaraldursins í samfélaginu er því miður líklegt að einhverjir starfsmenn og nemendur lendi í sóttkví. Til þess að lágmarka áhættuna er mikilvægt að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra reglu og muna að það er grímuskylda í skólanum.