Útskriftarnemar FMOS 28. maí 2021
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 28. maí s.l. við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ og streymt beint á vefnum.
Að þessu sinni voru tuttugu og átta nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir sex nemendur og einn af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir nítján nemendur og af sérnámsbraut voru brautskráðir tveir nemendur.
Viðurkenningu frá Mosfellsbæ fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Helga Halldórsdóttir en hún fékk einnig viðurkenningu fyrir besta árangur í umhverfisfræði, raungreinum, íslensku og ensku.
Viðurkenningu fyrir góðan árangur í félagsgreinum fékk Aron Can Gultekin og viðurkenningu fyrir góðan árangur í handverki og textíl fékk Natalia Senska. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í myndlist fékk Tinna Maren Jóhannsdóttir og fyrir góðan árangur í spænsku og stærðfræði fékk Guðbjörg Liv Margrétardóttir viðurkenningu.
Stella Tong Haraldsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sálfræði og fyrir góðan árangur í umhverfisfræði fengu Snædís Bára Hrafnsdóttir og Zsolt Kolcsar viðurkenningu.