Sóttvarnir og sóttkví - COVID

Vegna stöðu Kórónuveirufaraldursins í samfélaginu er því miður líklegt að einhverjir starfsmenn og nemendur lendi í sóttkví. Til þess að lágmarka áhættuna er mikilvægt að allir passi upp á persónulegar sóttvarnir; þvo og spritta hendur, virða eins metra reglu og muna að það er grímuskylda í skólanum.

Sóttkví
Ef nemandi lendir í sóttkví er nauðsynlegt að hann skili vottorði til skólans. Nemendur sem eru í sóttkví eru meðhöndlaðir eins og veikir nemendur. Þeir geta verið í sambandi við kennarann sinn og skilað verkefnum (öðrum en tímaverkefnum).

Ef kennari lendir í sóttkví mun hann sinna kennslunni í gegnum Teams/Discord.

Nemendur athugið:
Það er mikilvægt að þið komið ekki í skólann ef þið eruð með einkenni Covid heldur farið í sýnatöku.