Stafræni Háskóladagurinn

Stafræni Háskóladagurinn verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum.

Óveður

Gefin hefur verið út gul veðurviðvörun á höfuborgarsvæðinu frá kl. 15 í dag. Vegna þessa fellum við niður staðkennslu í síðustu tveimur tímunum í dag, kl. 13:45-15:35 svo allir nái að komast heim.

Sálfræðispjallið

Sálfræðingur skólans (Júlíana) og námsráðgjafi (Svanhildur) halda vikulega svokallað ,,Sálfræðispjall“ í verkefnatímum á föstudögum í stofunni Borg. Sálfræðispjallið er opið öllum áhugasömum nemendum skólans og fjallað er um mismunandi sálfræðitengd málefni hverju sinni. Allir nemendur eru velkomnir, hvort sem þeir vilja koma og taka þátt í spjallinu eða bara fylgjast með umræðunum.

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef sótt er um eftir 15. febrúar skerðist styrkurinn um 15%. Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á vef Menntasjóðs námsmanna eða með því að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is

Föstudagsfréttir úr akrílmálun

Fyrstu vikurnar hjá okkur í MYNL2AM03 hafa farið í tilraunavinnu á pappír þar sem nemendur prófa mismunandi tækni og áhöld. Unnið er með þykkt málningar, áferð, mismunandi penslastærðir og grófleika, blöndun lita, notkun svamps og stensla svo dæmi séu tekin.

Innritun á sérnámsbraut opin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérnámsbraut vegna náms á haustönn 2022. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar. Innritun stendur yfir dagana 1.-28. febrúar.

Tölvur tættar í sundur

Nú nýlega fengu nemendur í áfanganum, Inngangur að forritun, að skyggnast inn í borðtölvur sem þeir tóku í sundur til að sjá og meðhöndla þá hluti sem tölvan er byggð á, s.s. vinnsluminni og örgjörva. Smelltu á fréttina til að lesa meira.

Úrsögn úr áfanga - vorönn 2022

Þeir sem óska eftir að segja sig úr áfanga eru beðnir um að snúa sér til stjórnenda skólans eða náms- og starfsráðgjafa. Eftir 27. janúar hafa nemendur ekki leyfi til að hætta í áfanga og hafa skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í. 

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2022

Innritun fyrir haustið 2022 verður með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár. Búið er að fella niður sérstakt forinnritunartímabil en lengja þess í stað tímabil innritunar nýnema. Dagsetningar innritunar má finna með því að smella hér.

Föstudagspistlar

Á vorönn 2022 ætlum við að birta föstudagspistla hér á vef skólans. Markmiðið er að fjalla um allt sem okkur dettur í hug varðandi okkar góða skólastarf. Hér kemur fyrsti pistillinn.