03.05.2022
Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að...
29.04.2022
Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku.
28.04.2022
Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 5. maí og þeim lýkur mánudaginn 16. maí. Búið er að uppfæra breytt skipulag á stundatöflu í Innu.
27.04.2022
Föstudaginn 29. apríl n.k. er dimmisjón hjá útskriftarnemum FMOS. Dagurinn hefst með dýrindis morgunverði à la Inga Rósa þar sem útskriftarnemar eiga notalega stund með kennurum og starfsfólki. Hvað hópurinn gerir í framhaldi af því er enn á huldu en dagurinn er þeirra!
25.04.2022
Búið er að opna fyrir umsóknir þeirra sem útskrifast úr 10. bekk í vor (2022). Innritunartímabilinu lýkur á miðnætti 10. júní n.k. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Sótt er um með rafrænum skilríkjum í gegnum vef Menntamálastofnunar.
20.04.2022
Fimmtudaginn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti. Þann dag fellur öll kennsla niður
07.04.2022
Umfjöllunarefni Sálfræðispjallsins á morgun (föstudag) er kulnun.
Allir nemendur velkomnir! Bæði þeir sem vilja koma og taka þátt í spjallinu og þeir sem vilja bara koma og hlusta á umræðurnar.
Sjáumst á föstudaginn í Borg í verkefnatímanum!
Kveðja, Júlíana sálfræðingur og Svanhildur námsráðgjafi
07.04.2022
Páskafrí hefst mánudaginn 11. apríl og við mætum aftur í skólann miðvikudaginn 20. apríl. Skrifstofa skólans er lokuð þessa daga. Gleðilega páska!
01.04.2022
Það var líf og fjör á þemadeginum okkar í gær. Engin kennsla en allir úti og inni að leika. Dagurinn endaði á árshátíð í Gullhömrum um kvöldið með frábærum skemmtiatriðum og miklu stuði.
01.04.2022
Í valáfanganum, Ástin, glæpir og fantasían, hafa nemendur verið að kljást við hin ýmsu form bókmennta og hafa komið við víða. Þau hafa búið til sína eigin „Sherlock og Watson“, þau hafa búið til hinar ýmsu útgáfur af smásögum og þróað sínar eigin hugmyndir.