Föstudagsfréttir úr akrílmálun

Fyrstu vikurnar hjá okkur í MYNL2AM03 hafa farið í tilraunavinnu á pappír þar sem nemendur prófa mismunandi tækni og áhöld. Unnið er með þykkt málningar, áferð, mismunandi penslastærðir og grófleika, blöndun lita, notkun svamps og stensla svo dæmi séu tekin. Hér má sjá nokkra nemendur gera spennandi tilraunir og útkoman lofar góðu fyrir næstu skref, sem er málun á striga. 

Bestu kveðjur úr Draupni