Föstudagspistill

Velkomin til starfa á haustönn! Í vetur verður sent út fréttabréf á hverjum föstudegi þar sem farið verður yfir það sem helst er að frétta úr skólastarfinu. Fyrsta vikan er nú að klárast og fer mjög vel af stað og vonandi gengur öllum vel að koma sér í gang.

Stöðupróf í ensku, dönsku og spænsku

Stöðupróf í ensku, dönsku og spænsku verða haldin í FMOS

Skráning í útskrift

Þeir nemendur sem stefna á útskrift í desember þurfa að skrá sig hjá Ingu Þóru áfangastjóra í síðasta lagi föstudaginn 26. ágúst.

Norska og sænska

Þeir nemendur sem hafa lært norsku eða sænsku í grunnskóla hér á landi eða erlendis geta valið áfanga í þessum tungumálum í framhaldsskóla og fengið þá metna í stað dönsku. Kennslan fer fram MH og þarf að skrá sig hjá riturum í Upplýsingamiðstöð FMOS.

Upphaf haustannar 2022

Kynning fyrir nýnema (árg. 2006) verður þriðjudaginn 16. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Skólasetning verður á sal skólans miðvikudaginn 17. ágúst kl. 8:30 og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu strax að henni lokinni.

Stundatöflur og töflubreytingar

Miðvikudaginn 10. ágúst geta nemendur, sem hafa greitt skólagjöld fyrir haustönn 2022, skoðað stundatöflur sínar í Innu. Þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum en þær fara fram rafrænt í gegnum Innu dagana 10.-16. ágúst.

Útskriftarhátíð FMOS

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ. Að þessu sinni voru 24 nemendur brautskráðir.

Útskriftarhátíð 25. maí

Miðvikudaginn 25. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 24 nemendur að útskrifast að þessu sinni. Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.

Annarlok

Þá er verkefnadögum og allri kennslu lokið í skólanum á þessari önn. Kennarar eru í óðaönn að ganga frá lokeinkunnum í Innu og birtast þær jafnóðum í námsferlum nemenda.

FMOS á toppnum

Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma.