Í valáfanganum, Ástin, glæpir og fantasían, hafa nemendur verið að kljást við hin ýmsu form bókmennta og hafa komið við víða. Þau hafa búið til sína eigin „Sherlock og Watson“, þau hafa búið til hinar ýmsu útgáfur af smásögum og þróað sínar eigin hugmyndir.
Nemendur bjuggu einnig til sína eigin fantasíuheima þar sem ég fékk að kynnast hinum ýmsum kynjaverum. Þau bjuggu svo til sína eigin sögu þar sem þau þurftu að nýta heimana sína. Ég kynntist álfum, drekum, nornum, fólki af ýmsum uppruna og fékk að fljúga á millin hinu ýmsu heima.
Það er búið að vera nóg að gera hjá nemendum og sköpunargleðin hefur svo sannarlega flotið fyrir vötnunum. Það er nóg eftir en nú erum við að fara detta í heim ástarsagna. Hver segir svo ekki að ástina er að finna á hinum ýmsu stöðum. Þessi áfangi er sannkölluð gullkista af efni, það er dásamlegt að sjá nemendur eflast við hvert þema og þau koma mér stanslaust á óvart.