24.03.2021
Nú erum við enn og aftur í þeirri stöðu að þurfa að snúa bökum saman og breyta kennslufyrirkomulagi. Samkvæmt fyrirmælum menntamálaráðherra eiga framhaldsskólar að loka á miðnætti. Frá og með morgundeginum falla því allir tímar niður fram að páskafríi.
12.03.2021
Miðvikudaginn 17. mars opnum við valtímabilið með valtorgi á Teams kl. 10:30. Kennarar verða til taks og kynna þá áfanga sem eru utan áætlunar þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru kenndir sjaldan. Valið jafngildir umsókn fyrir haustönn 2021.
09.03.2021
Á morgun, miðvikudaginn 10. mars, byrjum við seinni spönnina í fullu staðnámi. Verkefnatími er fyrir hádegi og staðkennsla eftir hádegi.
08.03.2021
Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk og foreldra/forráðamenn þeirra verður í FMOS miðvikudaginn 17. mars kl. 17:00-18:30.
23.02.2021
Nemendur og kennarar allra háskóla landsins svara spurningum í beinu streymi þann 27. febrúar milli kl. 12 og 16.
04.02.2021
Einstakt tækifæri á námi til stúdentsprófs í alþjóðlegu umhverfi.
02.02.2021
Í ágúst 2019 var settur saman stýrihópur sem vann að innleiðingunni jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012 undir handleiðslu ráðgjafa frá ráðgjafafyrirtækinu Ráði ehf.
28.01.2021
Frá og með mánudeginum 1. febrúar verður staðkennsla í öllum tímum sem eru fyrir hádegi. Fjarkennslan heldur áfram eftir hádegi.
27.01.2021
Búið er að opna fyrir innritun fatlaðra nemenda sem óska eftir skólavist á sérnámsbraut í FMOS haustið 2021. Innritunartímabilið er 1.-28. febrúar n.k. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum vef menntamálastofnunar
25.01.2021
Frestur til að segja sig úr áfanga rennur út fimmtudaginn 28. janúar.n.k.