Jafnlaunavottun 2020-2023

Jafnlaunavottun 2020-2023
Jafnlaunavottun 2020-2023

Í stýrihópnum voru:

  • Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari
  • Valgarð Már Jakobsson, aðstoðarskólameistari
  • Inga Þóra Ingadóttir, áfangastjóri
  • Halla Valgerður Haraldsdóttir, fjármálastjóri
  • Hrafnhildur Birgisdóttir, framhaldsskólakennari

Jafnlaunavottun var fest í lög á alþingi í júní 2017 en meginmarkmiðið er „að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði“. Í mars 2020 hlaut Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ jafnlaunavottun og var það fyrirtækið Versa Vottun ehf. sem sá um framkvæmdina. Skólinn hefur fengið heimild til að nota jafnlaunamerkið en það er Jafnréttisstofa sem veitir þá heimild. Heimildin gildir í jafnlangan tíma og vottunin eða til ársins 2023.

 

Hér má lesa nánar um jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun skólans.