05.11.2021
Í tilefni Alþjóðadags Sameinuðu Þjóðanna þann 24.október síðastliðinn unnu nemendur í dönskuáfanga verkefni, þar sem þau kynntu sér starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn.
02.11.2021
Forvarnarvikan hófst í gær, mánudaginn 1. nóvember og stendur fram á föstudag, 5. nóv. Það verða alls konar skemmtilegar uppákomur í FMOS í tilefni af vikunni.
02.11.2021
Átakið "Syndum" stendur yfir 1.-28. nóvember. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna og er á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands. Mosfellsbær býður nemendum og starfsfólki FMOS frítt í sund á meðan átakið er í gangi.
01.11.2021
Í síðustu viku fengu nemendur og kennarar í listnámi góðan gest, en tilefnið var „Mánuður myndlistar“. María Kjartansdóttir myndlistamaður kynnti starf sitt og verkefnavinnu síðustu missera og vakti þannig athygli á möguleikum skapandi greina sem framtíðarstarfs.
28.10.2021
Það verður Halloween kvöld í FMOS fimmtudaginn 28. október kl. 20. Nú er málið að dusta rykið af búningunum, klæða sig upp og fagna með samnemendum.
21.10.2021
Síðasti dagur til að velja áfanga fyrir vorönn 2022 er föstudagurinn 22. október. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum verða að ganga frá vali annars eiga þeir ekki vísa skólavist á næstu önn.
21.10.2021
Innritun vegna náms á vorönn 2022 stendur yfir 1.-30. nóvember. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar.
20.10.2021
Í dag, miðvikudaginn 20. október 2021, hefur grímuskylda verið felld niður í samfélaginu og því þurfa nemendur FMOS ekki að bera grímur í skólanum. Þeir sem kjósa að nota grímur áfram, af hvaða ástæðu sem er, er frjálst að gera það. Höldum áfram að gæta að persónulegum sóttvörnum, almennu hreinlæti eins og að þvo hendur eða spritta eftir því sem við á.
18.10.2021
Næsta föstudag mun Sálfræðispjallið fjalla um það að geta sagt ,,nei“ og að setja fólki mörk. Sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem segja alltaf ,,já“ við öllum aukavöktum í vinnunni og enda með allt of mikið að gera!
15.10.2021
Mánudaginn 18. október opnum við valtímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30. Kennarar verða til taks og kynna þá áfanga sem eru utan áætlunar þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru kenndir sjaldan. Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 18.-22. október. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist.