Að segja sig úr áfanga

Þeir sem óska eftir að segja sig úr áfanga, hvort heldur sem er á fyrri eða seinni spönn, eru beðnir um að snúa sér til Valgarðs, áfangastjóra, eða Aðalsteins, náms- og starfsráðgjafa. Netföngin þeirra eru valgard@fmos.is og adalsteinn@fmos.is


Eftir 28. janúar hafa nemendur ekki leyfi til að segja sig úr áfanga og hafa skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.

Komi upp einhverjar óviðráðanlegar aðstæður sem gera það að verkum að nemendur telji sig þurfa að hætta í áfanga eru þeir beðnir um að tala við náms- og starfsráðgjafa eða stjórnendur skólans.