Föstudagspistillinn mættur á ný!

Góðan og blessaðan bleika föstudaginn. Síðasta vetur myndaði ég mig við að skrifa reglulega föstudagspistla til að segja frá því helsta sem er að frétta úr skólastarfinu hér.

Ráðherra í heimsókn

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn í FMOS í dag ásamt fríðu föruneyti úr ráðuneytinu.

Tilnefning til Íslensku menntaverðlaunanna

Í dag, fimmtudaginn 5. október, á alþjóðlegum degi kennara var tilkynnt um tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í "Mannlega þættinum" á Rás 1.

Úrvinnsludagur föstudaginn 6. október

Föstudaginn 6. október er úrvinnsludagur. Öll kennsla fellur niður þann dag.

Valtímabil hefst þriðjudaginn 10. október

Valtímabilið hefst þriðjudaginn 10. október og er opið í viku, til þriðjudagsins 17. október. Valið er rafrænt og fer fram í Innu.

Stafrænt ofbeldi

Í gær, fimmtudaginn 28. september, fengum við frábæran fyrirlestur frá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur um stafrænt ofbeldi.

#Beactive vikan

Nú er "Beactive" íþróttavika Evrópu í fullum gangi en hún er haldið vikuna 23.-30. september ár hvert. Markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu.

Stöðupróf í MH

Stöðupróf í arabísku, filippseysku, finnsku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, tékknesku og víetnömsku verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 20. október kl. 14.00.

Fánadagur SÞ

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ tók þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra var flaggað mánudaginn 25. september. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.

Endurskiladagur

Þriðjudaginn 26. september er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína.