Stafrænt ofbeldi

Í gær, fimmtudaginn 28. september, fengum við frábæran fyrirlestur frá Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur um stafrænt ofbeldi.  Þar kom meðal annars fram að stafrænt ofbeldi fer vaxandi í samfélaginu sérstaklega meðal barna og ungmenna. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar og haft mikil áhrif á líf þess sem fyrir því verður. Birtingamynd stafræns ofbeldis er til dæmis hótanir, myndbirtingar án leyfis, að gefa upp persónugreinanlegar upplýsingar um aðra og margt fleira. 

Hér má finna upplýsingar um stafrænt ofbeldi og hvert má snúa sér. Einnig er hægt að koma við hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans, Svanhildi og Alla, og ræða málin. Hægt er að koma við á skrifstofum þeirra, panta tíma í gegnum Innu eða senda tölvupóst á netföngin svanhildur@fmos.is eða adalsteinn@fmos.is